Magnús Einarsson fæddist 11. febrúar, 1842 í Gullbringusýslu. Dáinn í Spanish Fork 20. júlí, 1927.
Maki: 1) Sigríður Guðmundsdóttir f. 1831, d. 1885 2) Guðrún Guðmundsdóttir f. 5. nóvember, 1843 í Gullbringusýslu, d. 19. ágúst, 1897 í Spanish Fork.
Börn: Með Sigríði 1. Kristján f. 11. nóvember, 1872, d. 16. apríl, 1951. Með Guðrúnu 1. Magnea Sigríður f. 9. ágúst, 1878 2. Sigurlína f. 16. mars,1881 3. Ólafur f. 6. febrúar, 1884. Öll fædd á Íslandi. 4. Julie f. 30. júní, 1887, d. samdægurs 5. Alice f. 13. desember, 1889, d. 30. apríl, 1917
Magnús flutti vestur til Utah með þrjú börn hans og Guðrúnar árið 1886. Guðrún fór þangað annaðhvort 1884 eða 1886. Þau settust að í Spanish Fork. Magnús vann við járnsmíði en missti sjónina á efri árum og bjó þá hjá Kristjáni syni sínum.
