Magnús Einarsson

ID: 16592
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1895
Dánarár : 1959

Magnús Einarsson Mynd VÍÆ I

Magnús Einarsson fæddist 28. mars, 1895 í Nýja Íslandi. Dáinn þar 13. ágúst, 1959.

Maki: 29. ágúst, 1926 Ingibjörg Jónína Jónsdóttir f. í Húnavatnssýslu 14. maí, 1905. Kárdal vestra.

Barnlaus.

Magnús var sonur Einars Guðmundssonar og Margrétar Sigurðardóttur land nema í Árnesbyggð í Nýja Íslandi. Foreldrar Ingibjargar voru Jón Konráðsson frá Kárdalstungu í Húnavatnssýslu og Guðfinna Kristín Þorsteinsdóttir sem vestur fluttu árið 1823. Þau tóku nafnið Kárdal vestra. Magnús ólst upp í Nýja Íslandi og bjó þar í Árnesbyggð. Hann stundaði fiskveiðar og var með búskap. Þau hjón tóku mikinn þátt í samfélagsmálum, Magnús var rúm tuttugu ár í skólaráði byggðarinnar og Jónína gjaldkeri lútherska safnaðarins í mörg ár og forseti kvenfélagsins í byggðinni.