
Magnús J Daníelsson Mynd VÍÆ III

Eleanor Hill Mynd VÍÆ III
Magnús Jónatan Daníelsson fæddist í Gimli, Manitoba 30. nóvember, 1903. Danielsson vestra.
Maki: 30. október, 1926 Eleanor Hill f. 28. maí, 1907 í Árborg. Foreldrar hennar, af þýskum ættum, bjuggu í Árborg.
Börn: 1. Beatrice Maureen f. 13. september, 1927 2. Blanche Viola f. 8. nóvember, 1928 3. Roderick Daniel f. 3. september, 1932. Hér má geta þess að Beatrice var kosinn bæjarstjóri í Riverton í Nýja Íslandi árið 1965.
Magnús var sonur Daníels Daníelssonar og Maríu Benjamínsdóttur, sem vestur fluttu árið 1887. Þau bjuggu á Brekku í Árnesbyggð. Magnús var í grunnskólanum á Gimli árin 1910-1915, fór síðan til Winnipeg og lærði bílaviðgerður hjá General Motors í borginni 1933-1936. Hann vann við það í Nýja Íslandi einhver ár en gerðist svo vélamaður á fiskibátum á Winnipegvatni.