Magnús J Nordal

ID: 17965
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1878
Dánarár : 1935

Magnús Jónsson Nordal fæddist í Mikley í Manitoba 1. nóvember, 1878. Dáinn 29. júlí, 1935.

Maki: 21. október, 1908 Guðný Jakobína Guðnadóttir f. í Vopnafirði, N.Múlasýslu 3. október, 1885. Nordal í hjónabandi.

Börn: 1. Sigríður Agnes f. 17. ágúst, 1909 2. Guðrún Ingibjörg f. 1. mars, 1911 3. Jón Harald f. 21. maí, 1915 4. Helga Emily f. 26. október, 1917 5. Elmer Valdimar f. 29. mars, 1921 6. Victor Nordal f. 24. maí, 1928.

Guðný flutti vestur til Manitoba árið 1888 með foreldrum sínum, Guðna Jónssyni og Jakobínu Sigurðardóttur. Fjölskyldan settist að í Argylebyggð en þar létust báðir foreldrarnir stuttu seinna og var Guðný þá tekin í fóstur af Friðriki Jónssyni í byggðinni og hans fjölskyldu. Eftir tæp tvö ár þar er Guðný komin í fóstur til Guðnýjar Aradóttur þar sem hún var næstu tvö árin. Þá fer hún í fóstur hjá Steingrími Guðnasonar þar í byggð og er hjá honum þar til hún gekk í hjónaband. Þau fluttu í Brúarbyggð í Argyle árið 1908 og var Guðný þar til ársins 1941. Flutti þá til Winnipeg.