ID: 12904
Fæðingarár : 1836
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla
Dánarár : 1929
Magnús Jóhannesson fæddist í Eyjafjarðarsýslu 6. desember, 1836. Dáinn 16. september, 1929 í Nýja Íslandi.
Maki: 1) 1873 Kristjana Ingibjörg Jónsdóttir f. í S. Þingeyjarsýslu, d. 12. desember, 1880 í Árnesbyggð 2) 1883 Þorbjörg Þorláksdóttir f. í N. Múlasýslu árið 1865.
Börn: Með Kristjönu 1. Jón 2. Þorkell f. 5. nóvember, 1878, d. 7. febrúar, 1945 3. Kristinn Gunnar 4. Kristján.
Magnús og Kristjana fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 og settust að í Árnesbyggð í Nýja Íslandi. Magnús flutti til Winnipeg árið 1881 með syni sína og kvæntist þar Þorbjörgu árið 1883. Hún fór vestur árið 1876, með móður sinni Sigríði Árnadóttur. Magnús og Þorbjörg fluttu í Árnes árið 1885.
