
Magnús Jónasson Mynd VÍÆ II
Magnús Jónasson fæddist í Skagafjarðarsýslu 15. ágúst, 1889.
Maki: 14. nóvember, 1921 Margrét Johnson f. í Roseau í Minnesota, d. 1968 in Wynyard.
Börn: 1. Eyþór Jónas f. 4. september, 1921 2. Guðrún Margrét f. 11. apríl, 1924 3. Sigfús Hjálmar f. 18. september, 1925 4. Haraldur f. 15. júní, 1928 5. Thordur Jóhannes f. 16. desember, 1931.
Magnús flutti til Vesturheims árið 1912 og fór til Wynyard í Saskatchewan. Hann vann hjá bændum á sumrin en var við fiskveiðar í Manitobavatni á veturna. Hann var í kanadíska hernum 1916-19 og barðist í Frakklandi. Eftir heimkomu keypti hann land nærri Wynyard og stundaði þar búskap í tvo áratugi. Hann flutti þá til Wynyard og vann verslunarstörf. Margrét átti norskan föður en móðir hennar, Guðný Sigríður Sumarliðadóttir var barnabarn Bólu-Hjálmars.