Magnús Jónsson

ID: 10880
Fæðingarár : 1849
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla
Dánarár : 1917

Magnús Jónsson fæddist í Eyjafjarðarsýslu árið 1849. Dáinn í N. Dakota 19. desember, 1910.

Maki: 1877 Sigurrósa (Rósa) Guðlaugsdóttir f. í S. Þingeyjarsýslu árið 1844, d. 21. desember, 1934

Börn: 1. Jón f. 29. september, 1886, d. 6. september, 1946 Þau eignuðust stúlku sem dó barnung.

Magnús og Sigurrósa fóru með sama skipi frá Akureyri vestur til Kanada. Þau voru í Austur Kanada fáein ár áður en þau fóru vestur til Winnipeg árið 1877 þar sem þau gengu í hjónaband.  Reyndu fyrir sér í Nýja Íslandi í tvö ár en fóru þaðan til baka til Winnipeg og þaðan 1880 suður til N. Dakota. Þau námu land á sléttunni þar, einum 30 km suðvestur af bænum Pembina, ekki langt frá þar sem þorpið Glasston er í dag.