Magnús Narfason

ID: 1969
Fæðingarár : 1853
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Dánarár : 1931

Magnús Narfason fæddist 1. júní, 1853 í Gullbringusýslu. Dáinn í Nýja Íslandi árið 1931.

Maki: Emerentíana Jónsdóttir f. 6. desember, 1855 í V. Skaftafellssýslu, d. 30. mars, 1912.

Börn: 1. Guðmundur Narfi f. 25. febrúar, 1895 2.Guðjón Erlendur f. 17. september, 1896. Þrjú börn þeirra létust í æsku.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1886 og settust að á Gimli í Nýja Íslandi.  Þau námu land í Víðirnesbyggð vestur af Gimli árið 1892 og bjuggu þar í tvö ár. Fluttu þaðan á annað land í sömu byggð og nefndu Víðivelli.