ID: 14468
Fæðingarár : 1897
Dánarár : 1971
Magnús Ólafsson fæddist í Mjóafirði í S. Múlasýslu 31. ágúst, 1897. Dáinn í Riverton 1971. Anderson vestra.
Maki: 29. apríl, 1921 Rannveig Bjarnadóttir f. 1898 á Bjarnastöðum í Geysirbyggð í Nýja Íslandi d. í Riverton 1969.
Börn: 1. Sumarrós 2. Kristín 3. Bjarndóra 4. Magnús 5. Ólafur 6. Björgvin 7. Margaret 8. Haraldur 9. Martin 10. Doreen 11. Lillian.
Magnús var sonur Ólafs Árnasonar og Sólrúnar Árnadóttur, sem vestur fluttu árið 1903 og bjuggu á Gilsá í Geysirbyggð. Magnús og Rannveig hófu búskap á lítilli jörð vestur af Riverton. Þaðan lá leið þeirra í Árnes og seinna til Riverton.