ID: 1040
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : Árnessýsla
Magnús Pétursson fæddist 29. júlí, 1873 í Árnessýslu.
Maki: 1910 Ingibjörg Ólafsdóttir fædd í Pembina í N. Dakota 23. maí, 1885.
Börn: 1. Magnús Douglas 2. Guðrún Lorna 3. Ruth
Magnús flutti með foreldrum sínum og systkinum vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888. Þaðan fóru þau í Þingvallabyggð í Saskatchewan og 1894 norður í Sandy Bay við vestanvert Manitobavatn. Þaðan suður til Westbourne 1897 og 1900 til Winnipeg. Magnús fór til Nome í Alasaka vorið 1903 og vann við gullgröft í tvo vetur og fjögur sumur. Var á Kyrrahafsströndinni til ársins 1908 en þá sneri hann til baka til Winnipeg. Hann keypti land í Big Point byggð árið 1911 og hóf búskap.