Magnús Stefánsson

ID: 19011
Fæðingarár : 1872
Fæðingarstaður : Vestmannaeyjar
Dánarár : 1907

Magnús Stefánsson fæddist í Vestmannaeyjum 25. febrúar, 1872. Dáinn 1907 í Manitoba. Thorlakson vestra.

Maki: Moníka Einarsdóttir f. í Barðastrandarsýslu 1876.

Foreldrar Magnúsar, Stefán Jóhannes Þorláksson og Jóhanna Magnúsdóttir fóru vestur með börn sín 1887 og 1888. Stefán fór einn árið 1887 og Jóhanna með börnin ári síðar. Í sóknarskrá í Eyjafirði segir að Magnús hafi farið vestur með móður sinni frá Seyðisfirði en hann er ekki skráður á sama skip. Óvíst hvaða ár hann fór. Moníka var dóttir Einars Jónssonar sem tók nafnið Sudfjord vestra. Moníka fór vestur til Manitoba með foreldrum sínum árið 1883. Þau bjuggu seinna í Saskatchewan. Magnús og Moníka bjuggu í Churcbridge í Saskatchewan. Hann drukknaði í Winnipegvatni árið 1907.