Magnús Teitsson

ID: 3838
Fæðingarár : 1869
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1936

Magnús Teitsson Mynd VÍÆ IV

Magnús Teitsson: Fæddur í Helgafellssveit í Snæfellsnessýslu árið 1869. Skrifaður Tait vestra. Dáinn 1936.

Maki: 1894 Þórunn Einarsdóttir f. 1874 í Eyjafjarðarsýslu. Dóttir Einars Jóhannessonar og Guðrúnar Abrahamsdóttur. Dáin 1944.

Börn: 1. Edward Byron f. í Sinclair 1897 2. Claire Valentine f. Sinclair 1899 3. Reginald T f. 1902 4. Thelma R f. 1904 5. Lawrence Theodore f. 1908. Dáinn 1956 6. Christian A. F. 1914. Dáinn 1953.

Magnús flutti vestur 14 ára gamall árið 1883 með frændfólki. Bjó í Winnipeg fyrstu árin. Flutti seinna í Argylebyggð þar sem hann keypti land með Stefáni Árnasyni úr Eyjafjarðarsýslu. Seinna seldi Magnús sinn hlut og flutti til Sinclair í vestur Manitoba. Flutti til Vancouver 1934 þar sem hann dó.