Magnús Þórðarson

ID: 4964
Fæðingarár : 1869
Fæðingarstaður : Ísafjarðarsýsla
Dánarár : 1961

Magnús Þórðarson Mynd VÍÆ II

Magnús Þórðarson fæddist í Ísafjarðarsýslu 10. janúar, 1869. Dáinn í Stafholti í Blaine 13. ágúst, 1961.

Maki: 1) 1901 Jóhanna Þorsteinsdóttir f. S. Þingeyjarsýslu 12. október, 1871, d. í Blaine vorið 1918 2) 21. ágúst, 1926 María Þorbjörg Þorleifsdóttir f. í Húnavatnssýslu 16. desember, 1884.

Börn: Með Jóhönnu 1. Sigurveig f. 4. nóvember, 1902, d. 1926 2. Þórður f. 3. apríl, 1904 3. Ella f. 22. júní, 1905 4. Matthildur f. 10. mars, 1907 5. Kristín f. 15. apríl, 1910 6. Sigrún f. 18. september, 1911 7. Margrét f. 26. desember, 1912.

Magnús var sonur Þórðar Magnússonar og Guðríðar Hafliðadóttur frá Hattardal í Ísafjarðarsýslu. Feðgarnir fluttu vestur til Manitoba árið 1893 og settust að í Baldur. Þaðan lá leið Magnúsar vestur að Kyrrahafi árið 1902 og bjó þar til dauðadags. Hann vann í verslun til ársins 1915, stofnaði þá eigin matvöruverslun sem hann rak til ársins 1935. Hann tók þátt í bæjarmálum, sat í bæjarstjórn 1926-1932. Þá var hann einn af stofnendum Fríkirkjusafnaðarins og var gjaldkeri hans fyrstu árin.