ID: 17082
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1888
Dánarár : 1908
Magnúsína Guðrún Pétursdóttir fæddist 2. febrúar, 1888. Dáin 14. nóvember, 1908 í Foam Lake, Saskatchewan.
Maki: Jakob Jónsson fæddist í Skagafjarðarsýslu 14. maí, 1883.
Jakob flutti til Vesturheims með foreldrum sínum árið 1898. Þegar þangað var komið hélt hann strax vestur í Vatnabyggð í Saskatchewan þar sem systir hans, Steinunn, bjó með manni sínum og börnum nærri Foam Lake.. Jakob vann fyrsta árið við smjörgerð í Churchbridge og svo við landbúnað í sveitinni nærri Foam Lake. Þar nam hann land áruð 1905 og sundaði búskap þar til ársins 1919. Þaðan lá leið hans á land nærri Wynyard þar sem hann hélt búskap áfram til ársins 1956. Sneri þá aftur til Foam Lake þar sem hann bjó til æviloka.
