Magnúsína H Jónsdóttir

ID: 16922
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1890

Magnúsína Helga Jónsdóttir f. 11. desember, 1890. Helga Jónasson.

Maki: 6. júní, 1912 Tómas Tómasson f. 29. nóvember, 1887 að Engimýri í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi. Jónasson vestra.

Börn; 1. Thelma Ingibjörg f. 10. mars, 1913 2. Florence Ágústína f. 10. mars, 1913 3. Jónína Guðrún f. 14. janúar, 1915 4. Helga Elísabet f. 9. október, 1916 5. Aðalheiður Kristín f. 22. janúar, 1919 6. Sesselja Grace f. 1. október, 1921 7. Tómas Aðalsteinn f. 7. október, 1925.

Foreldrar Magnúsínu Helgu voru Jón Borgfjörð Magnússon og Guðrún Eggertsdóttir. Tómas var sonur Tómasar Ágústs Jónassonar og Guðrúnar Egedía Jóhannsdóttur. Tómas Ágúst var albróðir Sigtryggs, föður Nýja Íslands. Tómas og Guðrún fluttu vestur til Manitoba árið 1876 og settust að í Fljótsbyggð ári síðar. Tómas yngri tók við búi föður síns en rak samhliða gistihús, vann stundum við skógarhögg og fiskflutninga í mörg ár.