Málfríður J Jónsdóttir

ID: 17744
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1900

Á þessari fjölskyldumynd frá 1943 eru 12 börn Gunnars og Málfríðar. Aftast standa Gunnsteinn Jón, Guðný Elín, Guðrún Júlíana og Einar Unnvald. Miðröð Freeman Jakob, Steinunn, Ronald og Bjarni. Fremst sitja Thorunn Sigríður, Gunnar, Málfríður, heldur á Sylvia Joy og Margrét. Alda Gloria er á litlu myndinni.

Málfríður Júlíana Jónsdóttir fæddist að Hnausum 28. apríl, 1900. Malla Einarson vestra

Maki: 1. maí, 1918 Gunnar Sigfússon f.  22. nóvember 1891 í N. Múlasýslu. Tók föðurnafnið Einarsson í Vesturheimi

Börn: 1. Guðný Elín f. 6. nóvember, 1920 2. Guðrún Júlíana f. 23. júlí, 1923 3. Gunnsteinn Jón f. 9. maí, 1925 4. Einar Unnvald f. 5. nóvember, 1927 5. Ronald Sigfús f. 30. október, 1930 6. Steinunn Oddný Violet f. 3. apríl, 1932 7. Bjarni Aðalberg 8. Freeman Jakob f. 17. október, 1935 9. Þórunn Sigríður Gladys f. 8. október, 1937 10. Margrét Lillian f. 10. apríl, 1939 11. Sylvia Joy f. 25. febrúar, 1942 12. Alda Gloria f. 29. október, 1945.

Málfríður var dóttir Jóns Guðmundssonar og Steinunnar Júlíönu Magnúsdóttur, sem vestur fluttu úr N. Múlasýslu árið 1882. Þau settust að í Hnausabyggð í Manitoba. Gunnar fór vestur til Manitoba 1893, með foreldrum sínum Sigfúsi Einarssyni og Guðrúnu Þorláksdóttur. Þau settust að í Nýja Íslandi.