Málfríður Jónsdóttir

ID: 4072
Fæðingarár : 1868
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1960

Málfríður Jónsdóttir fæddist í Snæfellsnessýslu 14. janúar, 1868. Dáin 1960 í Los Angeles í Kaliforníu.

Maki: Oddgeir Friðrik Andrésson, f. árið 1869 í N. Múlasýslu,  d. 24. október, 1941. Anderson vestra.

Börn: 1. John Martin f. 1897 2. Harry f. 1901, d. 1948 3. Stanley d. 2. desember, 1964 4. Gústav.

Málfríður flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888 með föður sínum, Jóni Guðmundssyni og seinni konu hans, Kristínu Þórðardóttur. Fjölskyldan settist að í Hólarbyggð í Saskatchewan, skammt frá Tantallon en Málfríður varð eftir í borginni. Þar kynntist hún Oddgeiri og bjuggu þau alla hans ævi í borginni. Málfríður flutti til Los Angeles árið 1947 og bjó þar hjá John Martin, syni sínum.