ID: 20012
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1894
Dánarár : 1966

Margrave Halldórsson og Sigríður Ólafsdóttir Mynd WtW
Margrave Halldórsson fæddist 20. september, 1894 í Lundar í Manitoba. Dáinn þar 25. september, 1966. Mike Halldorsson vestra.
Maki: 24. nóvember, 1937 Sigríður Ólafsdóttir f. í Húnavatnssýslu árið 1895.
Börn: Þau áttu ekki börn en Sigríður átti þrjú af fyrra hjónabandi: 1. Norman f. 7. nóvember, 1918 í Winnipeg 2. Magnús 3. Thelma.
Mike var ólíkur bræðrum sínum, kaus að einbeita sér að búskapnum, var lítið fyrir félög landa sinna í Lundar eða nærliggjandi byggðum. Hann var hins vegar virkur í kanadísku verkamannasamtökunum. Hann studdi íslensku kirkjuna í Lundar.
