Margrét Ásgrímsdóttir

ID: 17115
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1882
Dánarár : 1944

Margrét Ásgrímsdóttir fæddist 10. júlí, 1882 í Swede Prairie, Yellow Medicine sýslu í Minnesota. Dáin í Minneapolis 25. apríl, 1944. Westal vestra.

Maki: 7. júlí, 1906 Sveinn Oddsson f. í Reykjavík 14. janúar, 1883, d. í Winnipeg 29. nóvember, 1959.

Börn: 1. Lúðvík Halldór f. 28. janúar, 1907, d. 1. maí, 1955 2. Ásgrímur Valdimar f. 18. apríl, 1909, d. 29. maí, 1917 3. Vilhjálmur Baldur f. 12. janúar, 1911 4. Margrét Elísabet f. 19. janúar, 1915, d. 23. desember, 1915.

Margrét var dóttir hjónanna Ásgríms Guðmundssonar og Guðnýjar Runólfsdóttur sem bjuggu í Yellow Medicine sýslu í Minnesota. Sveinn varð prentari í Reykjavík en flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1903 og vann við prentun á Lögbergi þar í borg. Flutti til Minneota í Minnesota og vann við prentun á Vínlandi og Minneota Mascot. Sneri aftur til Winnipeg og prentaði Lögberg árin 1909-1911 en fór þaðan vestur til Wynyard í Saskatchewan og gaf út vikublaðið Wynyard Advance í 12 ár. Vann seinna við prentun í Wisconsin, Minneapolis og enn og aftur í Winnipeg.