Margrét Bergsveinsdóttir

ID: 4152
Fæðingarár : 1876
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1950

Margrét Bergsveinsdóttir fæddist 9. ágúst, 1876 í Dalasýslu. Dáin 17. júlí, 1950 í Saskatchewan.

Maki: 2. desember, 1899 Valdimar Jónsson fæddist 14. maí, 1874 á Hofsstöðum í S. Þingeyjarsýslu. Dáinn í Vatnabyggð 3. maí, 1968. Waldimar Johnson vestra.

Börn: 1. Bergsveinn f. 13. október, 1900 2. Sesselja Octavía f. 25. oltóber, 1902 3. Kristján Eðvarð f. 19. febrúar, 1906 4. Finnbogi f. 17. júlí, 1908 5. Margrét Sigríður f. 10. mars, 1910.

Margrét fór vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum  árið 1888.  Valdimar fór vestur þangað árið 1893. Samferða honum var systir hans Þóra, ekkja 23 ára gömul með son sinn Jón Aðalstein Ásmundsson.  Valdimar og Margrét voru í Winnipeg til ársins 1906, fluttu þá vestur í Vatnabyggð í Saskatchewan og settust að suður af Wynyard.