Margrét Bjarnadóttir fæddist A. Skaftafellssýslu árið 1881.
Maki: 1910 Sigurður Jónsson f. í Winnipeg árið 1887, d. í Lundarbyggð árið 1959. Sam Johnson vestra.
Börn: 1. Mary f. 1911 2. David Thorleifur f. 1913, d. 1934 3. Sigmar f. 1915.
Sigurður flutti með foreldrum sínum, Auðuni Jónssyni og Sigríði Erlendsdóttur til Nýja Íslands þar sem hann ólst upp. Margrét var dóttir Bjarna Jónssonar og konu hans, Margrétar Þorsteinsdóttur á Bæ í A. Skaftafellssýslu. Margrét fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1901 og vann í fyrstu í borginni. Fór vestur til Spokane í Washingtonríki einhver ár en sneri aftur til Manitoba. Sigurður og Margrét hófu búskap í Winnipeg en fluttu þaðan norður í Árnesbyggð í Nýja Íslandi þar sem þau bjuggu nokkur árið. Fluttu í Lundarbyggð árið 1917.
