Margrét Guðmundsdóttir fæddist 10. nóvember, 1853 í N. Múlasýslu. Dáin í Minnesota 17. nóvember, 1935.
Maki: Jón Magnússon f. árið 1854 í N. Múlasýslu, d. í Minnesota 15. maí, 1939. Strand vestra.
Börn: 1. Guðrún (Rúna) f. 1884 2. Jón Eyjólfur f. 29. júní, 1887 3. Gunnþórunn f. 9. apríl, 1888 4. Aðalbjörn (Bjorn) f. 2. nóvember, 1891 5. Margrét (Maggie) Ólavía f. 1894 6. Þorsteinn (Stone) Björgvin f. 7. júní, 1896 7. Guðmundur (Charles) f. 1899 8. Karl (Carl) f. 28. ágúst, 1900.
Jón flutti vestur til Minnesota árið 1879 með foreldrum sínum, Magnúsi Þorsteinssyni og Guðrúnu Jónsdóttur. Foreldrar Margrétar, Guðmundur Eyjólfsson og Kristín María Guðmundsdóttir fluttu vestur þangað árið 1880. Jón var bóndi í Lincoln sýslu fyrstu árin en flutti seinna til Minneota.
