Margrét Halldórsdóttir fæddist í Dalasýslu árið 1869, d. í Smeaton í Saskatchewan 14. desember, 1932. Reykjalín.
Maki: 1890 Friðbjörn Friðbjörnsson fæddist í Eyjafjarðarsýslu árið 1864.
Börn: 1. Friðbjörn f. 1892 2. Halldór f. 1893 3. Friðjón f. 1895 4. Anna f. 1896 5. Sigurrós f. 1898 6. Magnús f. 1901 7. Hans Bogi f. 1903, d. 1925 8. Sidney Harold f. 1906, d. 1907 9. Margrét Kristín f. 1907 10. Harold Sidney f. 1910, d. 1937 11. Charles T Russell f. 1911.
Margrét flutti með foreldrum sínum, Halldóri Friðrikssini og Sigurrós Halldórsdóttur til Nýja Íslands árið 1876. Þaðan lá svo leiðin árið 1880 til Mountain í N. Dakota. Friðbjörn fór vestur til Ontario í Kanada með foreldrum sínum, Friðbirni Björnssyni og Önnu S Árnadóttur árið 1873. Þaðan lá leiðin til Nýja Íslands og loks til Mountain í N. Dakota árið 1881. Friðbjörn og Margrét bjuggu fyrst í Mountain, fluttu svo þaðan til Sherwood í N. Dakota og loks 1928 til Smeaton í Saskatchewan.
