Margrét I Loftsdóttir

ID: 19103
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1877
Fæðingarstaður : Minnesota
Dánarár : 1964

Margrét Ingibjörg Loftsdóttir Mynd Well Connected

Margrét Ingibjörg Loftsdóttir fæddist í Minneota 25. apríl, 1877. Dáin í Minneapolis 2. júlí, 1964.

Maki: 15. júlí, 1897 Fritz Carl Zeuthen f. 7. mars, 1865 í Reykjavík í Gullbringusýslu, d. í Minneapolis 28. janúar, 1947.

Börn: 1. Emilía f. 30. apríl, 1898 2. Inez Pauline f. 3. desember, 1901 3. Victor Earl f. 1. júní, 1904 4. Fritz f. 22. september, 1907 5. Leslie Valdimar f. 10. ágúst, 1910, d. 23. júní, 1931 6. Leon Haraldur f. 10. ágúst, 1910, tvíburi 7. Virginia Aðalbjörg f. 6. september,1912 8. Ralph Marinó f. 25. september, 1915.

Margrét Ingibjörg var dóttir Lofts Jónassonar sem vestur fór árið 1873 og settist að í Milwaukee í Wisconsin og seinna í Minnesota. Móðir hennar var Aðalbjörg Jóakimsdóttir sem fór vestur frá Ísafirði árið 1874. Fritz var sonur Danans Fritz Wilhelm Zeuthen læknis fyrst á Eskifirði en svo í Reykjavík. Móðir hans hét Thora Emilie Rasmussen. Margrét Ingibjörg var dóttir Lofts Jónassonar sem vestur fór árið 1873 og settist að í Milwaukee í Wisconsin og seinna í Minnesota. Fritz flutti vestur um haf árið 1886 og settist að í Minneota í Minnesota. Þar bjuggu hann og Ingibjörg fyrstu árin, fluttu þaðan til Minneapolis þar sem þau voru einhver ár. Sneru aftur til Minneota einhvern tíma en enduðu svo með flest sín börn í Minneapolis.