
Margrét M Sigurðardóttir Mynd VÍÆ III
Margrét María Sigurðardóttir fæddist í Garðar, N. Dakota 12. apríl, 1895.
Maki: 1) 19. febrúar, 1914 Walter Gordon Downie f. í Winnipeg 9. nóvember, 1893, d. 13. apríl, 1955. Vann hjá Hurst Publishing Company. 2) 5. nóvember, 1955 Kristbjörn Sigurður Jónsson f. í Pembina, N. Dakota 1. maí, 1888. Dáinn 23. maí, 1966 í Kaliforníu. Dr. Eymundson vestra.
Börn: 1. Kathleen Dorothy Einara f. 28. júlí, 1915 með Walter..
Margrét var dóttir Sigurðar Einarssonar (Anderson vestra) og Halldóru Guðmundsdóttur í Winnipeg. Kristbjörn var sonur Jóns Eymundssonar og Júlíönu Soffíu Einarsdóttur er vestur fluttu úr N. Þingeyjarsýslu árið 1878 og settust að í N. Dakota. Margrét ólst upp í föðurhúsum í Winnipeg. Hún lærði söng í Winnipeg, söng víða einsöng oft líka með kórum. Í San Francisco staraði hún með San Francisco Musical Club í meir en 30 ár og gengdi þar ýmsum trúnaðar störfum. Hún lærði íslensku í æsku og talaði hana alla tíð ljómandi vel.
