Margrét Ögmundsdóttir fæddist í Reykjavík 29. október, 1890.
Maki: 25. október, 1917 Jón Ragnar Gíslason fæddist í S. Múlasýslu 9. febrúar, 1884. Johnson vestra.
Börn: 1. Guðlaug f. 11. september, 1918 2. Sólrún f. 7. nóvember, 1919 3. Ágúst Sigurður f. 17. janúar, 1921.
Margrét var dóttir Ögmundar Hanssonar frá Hamarsheiði í Árnessýslu og konu hans, Sigríðar Erlendsdóttur. Upplýsingar um vesturför hennar vantar. Jón flutti til Vesturheims árið 1903 með foreldrum sínum, Gísla Jónssyni og Sólrúnu Árnadóttur. Þau fóru til Manitoba og settust að í Gladstone í Manitoba. Þaðan lá leiðin norður í Siglunesbyggð en eftir tvö ár þar námu þau land í Wapah árið 1907. Jón var þar með griparækt á tveimur jörðum og stundaði fiskveiðar á veturna. Hann annaðist póstþjónustu í byggðinni og póstflutninga í 30 ár.