María Árnadóttir

ID: 19181
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1885
Fæðingarstaður : Lincolnbyggð
Dánarár : 1930

María Árnadóttir fæddist í Lincolnbyggð í Minnesota 23. desember, 1885. Dáin 12. október, 1930 í Manitoba.

Maki: Guðbrandur Einarsson fæddist í Winnipeg 6. mars, 1889. Goodie Einarson vestra.

Börn: 1. Henry John 2. Pauline Evelyn 3. Emily 4. Robert Lloyd.

Guðbrandur var sonur Einars Einarssonar og Soffíu Guðbrandsdóttur úr Dalasýslu en María var dóttir Árna Sigvaldasonar og Guðrúnar Aradóttur, landnema í Lincolnbyggð í Minnesota árið 1878. Guðbrandur var bóndi í Suður- Cypressbyggð frá 1917 – 1934 en flutti þaðan það ár í Argylebyggð. Móðir hans, Soffía, bjó hjá honum síðustu ár sín.