ID: 20096
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1919

María Guðlaug Hannesdóttir Mynd VÍÆ IV
María Guðlaug Hannesdóttir fæddist á Gimli í Nýja Íslandi 8. ágúst, 1919. Christjanson vestra, seinna Mrs. Learned.
Maki: 3. júlí, 1943 Charles Guy Learned.
Börn: 1. Mary Alda f. 29. september, 1944 2. Harold Charles f. 8. mars, 1951.
María var dóttir Hannesar Kristjánssonar og Elínar Þórdísar Magnúsdóttur á Gimli í Nýja Íslandi. Þar lauk María miðskólaprófi og seinna verslunarskólaprófi í Winnipeg. Hún var ritari í fjármálaráðuneyti Kanadastjórnar í Ottawa árin 1940 – 43. Seinna ritari hjá líftryggingafyrirtæki í Winnipeg. Maður hennar nam ljósmyndafræði og vann við ljósmyndagerð í Winnipeg. Hann var í stjórn Professional Photographers Association of Manitoba um árabil.
