María Laxdal

ID: 15531
Fæðingarár : 1891
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla
Dánarár : 1972

María Grímsdóttir Laxdal Mynd VÍÆ I

María Grímsdóttir Laxdal fæddist 14. október, 1891 í Eyjafjarðarsýslu. Dáin í White Rock í Bresku Kolumbíu 3. júní, 1972.

Maki: 9. ágúst, 1916 Sveinn Sigurvin Eiríksson f. í Vopnafirði í N. Múlasýslu 13. október, 1885, d. í Bresku Kolumbíu 4. apríl, 1970.

Börn: 1. Sveinbjörn Stefán f. 3. febrúar, 1920 2. Marion Jóna f. 4. maí, 1923 3. Jóna Marion f. 1917, d. 1917 4. Eiríkur Grímur Allen f. 1926, d. 1930.

María var dóttir Gríms Laxdal og Sveinbjargar Torfadóttur. Sveinn flutti vestur til Winnipeg árið 1904 með foreldrum sínum, Eiríki Björnssyni og Aðalbjörgu Jónsdóttur. Þau bjuggu í borginni og þar lauk Sveinn prófi í læknisfræði vorið 1916. Hann var fyrst læknir á Gimli en vann svo víða í Manitoba til ársins 1954. Þau hjón fluttu svo vestur að Kyrrahafi á efri árum.