ID: 13793
Fæðingarár : 1868
Dánarár : 1951
María Oddný Ingibjörg Thomsen fæddist í Seyðisfirði 17. maí, 1868. Dáin í Kanada 15. október, 1951.
Maki: Magnús Jóhannsson Borgfjörð f. í Borgarfjarðarsýslu 16. apríl, 1871, d. á Gimli 13. desember, 1942.
Börn: 1. Ólöf Ágústa Jóhanna f. 8. september, 1899. Borgfjörð vestra.
María flutti vestur árið 1887 með ekkjunni, móður sinni , Guðrúnu Thomsen og systkinum. Þau settust fyrst að í Winnipeg.