ID: 5012
Fæðingarár : 1878
Fæðingarstaður : Strandasýsla
Dánarár : 1959

Marís Jónsson hvílir á Big Point
Marís Jónsson fæddist í Strandasýslu 23. júlí, 1878. Dáinn á Big Point 18. júlí, 1959. Maris Johnson vestra.
Barn.
Marís fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888 með móður sinni, Sigríði Friðriksdóttur. Þau fóru fyrst í Þingvallabyggðina í Saskatchewan en fluttu þaðan til Portage la Prairie í Manitoba. Þaðan fluttu þau svo á Big Point árið 1902. Tveimur árum seinna nam Marís land og hóf búskap. Hann bjó í byggðinni alla tíð og var móðir hans hjá honum til dauðadags.
