Maríus Á Kárason

ID: 17808
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1909

Máríus Ágúst Guðbjartsson fæddist í Blaine í Washington 8. ágúst, 1909. Dáinn 21. september, 1937. Kárason vestra.

Maki: 21. ágúst, 1936 June Garland Wheeler.

Barnlaus.

Máríus var sonur Guðbjarts Kárasonar, sem vestur flutti úr Strandasýslu árið 1902. Móðir hans, Ingibjörg Erlendsdóttir fór til Vesturheims árið 1900 með móður sinni, Maríu Gísladóttur. Hún var í Winnipeg í fimm ár, flutti þá vestur að Kyrrahafi og settist að á Point Roberts. Eftir tvö ár þar flutti hún til Blaine og þar var þá Guðbjartur sestur að.