ID: 14515
Fæðingarár : 1849
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1921
Marteinn Jónsson fæddist 16. nóvember, 1849 í Dalasýslu. Dáinn 13. janúar, 1921 í Nýja Íslandi.
Maki: Helga Jóhannsdóttir f. S. Múlasýslu, 1863.
Börn: 1. Jóna Jóhanna f. 1885 2. Sveinberg Ólafur f. 1886 3. Jóhann Ragnar f. 1888
Fluttu vestur til Winnipeg árið 1888. Þar skildu þau. Helga giftist seinna Helga Bjarnasyni. Marteinn nam land í Framnesbyggð árið 1906 og með honum Margrét Árnadóttir f. í Snæfellsnessýslu 1868. Hún flutti til Winnipeg sumarið 1905 með dóttur sína, Guðrúnu Elísabet Jónsdóttur f. 10. mars, 1905. Marteinn réði Margréti til sín sem ráðskonu. Þau áttu saman einn son, Carl.
