ID: 18183
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1893

MathiasA Thorfinnsson Mynd VÍÆ II
Mathias Adolf Thorfinnsson fæddist í Henzel í N. Dakota árið 1893.
Maki: Olga Ross f. í St. Paul í Minnesota.
Börn: 1. Doris Rozella f. 1919 2. Ross Lawrence f. 1920.
Mathias var sírður af séra Matthíasi Jochumssyni og bar nafn hans. Foreldrar hans voru Þorlákur Þorfinnsson og Guðríður Guðmundsdóttir landnema í N. Dakota. Bjuggu lengst í Mountain. Mathias lauk grunnskólanámi í Munich í N. Dakota, lauk B. Sc. prófi í jarðvegsfræði árið 1917 frá ríkisháskólanum í N. Dakota. Hann var landbúnaðarráðunautur víða í Íslensku byggðunum í ríkinu árin 1917- 1926, og í Minnesota 1926-1936. Hann var ráðinn ríkisráðunautur í Minnesota frá 1936.