Matthildur Þórðardóttir

ID: 4945
Fæðingarár : 1873
Dánarár : 1940

Matthildur Þórðardóttir Mynd Heimskringla 12. febrúar, 1941

Matthildur Þórðardóttir fæddist 30. nóvember, 1873 í Ísafjarðarsýslu. Dáin í Blaine í Washington 15. desember, 1940.

Maki: 1) 1893 Björn Hjaltason frá Súðavík f. 1871, d. 1899 2) 14. febrúar, 1925 Séra Halldór E. Johnson f. 1887.

Börn: Eignaðist dóttur með Birni, sem dó í barnæsku. Ól upp fósturbörn.

Matthildur var dóttir Þórðar Magnússonar og Guðríðar Hafliðadóttur sem vestur fluttu árið 1893. Hún flutti til Manitoba árið 1900 með fósturson sinn, Jón Sigurðsson og voru þau í Baldur í Manitoba. Magnús, bróðir hennar, hafði sest þar að árið 1893 og bjó þar fram yfir aldamót. Hann flutti til Blaine 1903 og fór þá Matthildur þangað. Hún bjó víða á vesturströndinni, vann mest við saumaskap í Vancouver. Hún flutti aftur til Blaine, heim til Magnúsar sem hafði þá nýverið misst konu sína og stóð einn með nokkur börn. Þar kynntist hún séra Halldóri.