Nikolína Jónsdóttir

ID: 8603
Fæðingarár : 1868
Dánarár : 1959

Nikolína Jónsdóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu 29. júlí, 1868. Dáin í Manitoba 10. nóvember, 1959.

Maki:  Guðjón Sólberg Friðriksson f. 4. nóvember, 1867 í Ísafjarðarsýslu, d. 23. janúar, 1954 í Manitoba.

Nikólína fór vestur frá Akureyri árið 1913 og fór til Þorláks Björnssonar. Hann var hálfbróðir Nikolínu og bjó í Akrabyggð. Hún var hjá honum í átta ár fór þá til Selkirk í Manitoba. Guðjón flutti til Vesturheims árið 1896 og fór til Manitoba. Árið 1913 settist hann að í Selkirk og bjó þar eftir það.