Norman S Danielson

ID: 20572
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1921
Dánarár : 1945

Norman S Danielson Mynd VÍÆ III

Norman Sophonias Danielson fæddist í Árborg 21. desember, 1921. Dáinn 12. nóvember,1945 af slysförum í Manitoba.

Ókvæntur og barnlaus.

Norman var sonur Guðjóns Sófóníusar Daníelssonar og Unu Guðlaugar Þórarinsdóttur, sem bæði voru fædd á Íslandi. Hann gekk í Bjarmaskóla árin 1929-1937. Stundaði framhaldsnám einhvern tíma í Musker Angineering Institute í Winnipeg. 30. janúar, 1945 gekk hann í flugherinn og var staðsettur í Barriefield í Ontario. Dó í fríi í heimabyggð sinni.