Nýmundur S Björnsson

ID: 5087
Fæðingarár : 1870
Fæðingarstaður : Strandasýsla
Dánarár : 1946

Nýmundur Björnsson og Guðný Þorfinnsdóttir og börn þeirra Mynd RbQ

Nýmundur Sakarías Björnsson fæddist 15. október, 1870 í Strandasýslu. Dáinn í Saskatchewan 4. maí, 1946. Josefson eða Josephson vestra.

Maki: Guðný (Gertie) Þorfinnsdóttir f. 11. apríl, 1874, d. 14. febrúar, 1946.

Börn: 1. Elísabet Herdís f. 15. desember, 1896 2. Þóra Margrét f. 15. desember, 1898 3. Þorfinnur Lawrence f. 26. maí, 1904, d. 1977 4. Margrét Geirlaug f. 25. október, 1906 5. Björn F f. 25. júní, 1909 6. Þorlákur Pétur Wilson f. 28. janúar, 1913 7. Árni Friðrík f. 2. mars, 1917. 8. Kristín Sigurlaug.

Nýmundur fór vestur með foreldrum sínum árið 1883 til Winnipeg í Manitoba og þaðan áfram til N. Dakota. Nýmundur og Guðný fluttu í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1905 og námu land nærri Wynyard.