Oddrún Frímannsdóttir

ID: 5824
Fæðingarár : 1857
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1941

Oddrún Frímannsdóttir fæddist 3. september, 1857 í Húnavatnssýslu. Dáin 17. janúar, 1941 í San Francisco.

Maki: 1887 Jónas Ari Sigurðsson f. í Húnavatnssýslu 6. maí, 1865, d. í Winnipeg 10. maí, 1933.

Börn: 1. Frímann Jónas 2. Torfi Sigurðsson f. 20. janúar, 1891 í Pembina, N. Dakota 3. Haraldur f. í Akra, N. Dakota 21. nóvember, 1899.

Oddrún flutti vestur til Manitoba með Jónasi árið 1887 og giftist honum í Winnipeg. Þau settust að í N. Dakota þar til ársins 1901, þá skildu þau. Oddrún fór vestur til Seattle með börnin en settist seinna að í Kaliforníu.