Oddur V Gíslason

ID: 1747
Fæðingarár : 1836
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Dánarár : 1911

Séra Oddur V Gíslason Mynd VÍÆ III

Séra Oddur Vigfús Gíslason fæddist í Reykjavík 8. apríl, 1836. Dáinn í Winnipeg 10. janúar, 1911.

Maki: Anna Vilhjálmsdóttir f. í Gullbringusýslu 10. nóvember, 1851, d. 6. október, 1927.

Börn: 1. Vilhjálmína Þórunn f. 17. mars, 1872 2. Rósa Aldís f. 10. júní, 1874 3. Steinunn f. 7. janúar, 1876 4. Sigríður f. 23. febrúar, 1877, d. í æsku 5. Sigríður f. 13. nóvember, 1878 6. Karen Jakobína f. 16. október, 1880 7. Steinunn Anna f. 11. nóvember, 1881 d. í æsku 8. Gísli f. 15. júlí, 1883 9. Vilhjálmur Kristinn f. 3. október, 1885, fór ekki vestur 10. Ragnheiður Sigríður f. 16. júlí, 1887 11. Hans Theódór Ágúst f. 17. mars, 1889 12. Helgi f. 26. febrúar, 1890, d. í æsku 13. Anna f. 11. ágúst, 1891.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1894 og fóru í Nýja Ísland. Séra Oddur svaraði kalli úr nýlendunni og settist fjölskyldan að í Riverton. Þaðan þjónaði hann í hinum ýmsu byggðum til ársins 1903 en þá fluttu þau til Winnipeg.

 

Atvinna :