Ólafur Árnason

ID: 14463
Fæðingarár : 1863
Fæðingarstaður : A. Skaftafellssýsla
Dánarár : 1938

Ólafur Árnason fæddist í A. Skaftafellssýslu 10. júní, 1863. Dáinn í Manitoba 10. mars, 1938. Anderson vestra.

Maki: 4. desember, 1890 Sólrún Árnadóttir f. 2. september, 1865 í S. Múlasýslu, d. 21. janúar, 1931.

Börn: 1. Þórður f. 31. ágúst, 1891 2. Árni Ingvar f. 25. janúar, 1893 3. Snæbjörn Kristján f. 7. apríl, 1894, dó á Íslandi 4. Helgi f. 30. apríl, 1895 5. Magnús f. 31. ágúst, 1897 6. Ólafur f. 14. september, 1899 7. Sigurveig f. 23. janúar, 1901, d. á Gimli 4 ára. 8. María Ingibjörg f. 2. júní, 1902 9. Sveinbjörn f. 9. nóvember, 1905 í Mikley 10. Björgvin f. 9. febrúar, 1908 í Riverton..

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1903 og settust fyrst að á Gimli í Nýja Íslandi. Fluttu þaðan norður í Mikley árið 1905 og þaðan ári síðar í Ísafoldarbyggð.  Hvorki Mikley né Ísafoldarbyggð reyndust fjölskyldunni vel og fór svo að Ólafur nam land í Geysirbyggð þar sem hann hóf búskap.