Ólafur B Bernhöft

ID: 18379
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1892

Ólafur Björn Bernhöft  fæddist í Hallson í N. Dakota 13. september, 1892.

Maki: 15. júní, 1926 Eygerður Jónsdóttir f. 31. desember, 1895.

Börn: 1. Doris Jon f. 21. maí, 1927 2. Orville f. 20, maí, 1932 3. Edward Theodore f. 11. júní, 1934.

Ólafur var sonur Edward L A Bernhöft og Sigurbjargar S Ólafsdóttur í N. Dakota. Að loknu grunnskólanámi fór Ólafur í verslunarskóla í Grand Forks en lærði seinna hárskurð. Í þrjú ár annaðist hann bókhald fyrir Björn Þorvaldsson, sem rak bílasölu í Cavalier í N. Dakota. Þá tók við starf við póstþjónustu í íslensku byggðinni í N. Dakota í nærri 30 ár. Eygerður var dóttir Jóns Gíslasonar, bónda í Hallson og Halldóru Jósefsdóttur, sem vestur fluttu frá Akranesi árið 1888. Eygerður gekk í verslunarskóla í Grand Forks og vann eftir það við bókhald og hraðritun.