
Ólafur Guðmundsson Mynd RbQ
Ólafur Guðmundsson fæddist 14. nóvember, 1865 í Skagafjarðarsýslu. Dáinn 1. júní, 1921. Peterson vestra.
Maki: 1900 Rósa Jónasdóttir f. 23. maí, 1882 í Eyjafjarðarsýslu.
Börn: 1. Bogi f. 15. október, 1901 2. Sigríður f. 30. ágúst, 1903 3. Friðrik f. 16. nóvember, 1905 4. Ólöf f. 20. janúar, 1907 5. Lilja f. 10. september, 1908, d. 14. júlí, 1944 6. Helen f. 26. nóvember, 1910 7. Pétur f. 13. mars, 1913 8. Aðalheiður Grace f. 10. mars, 1915 9. Helgi Lincoln f. 2. maí, 1921. Misstu einn son, Helga, nýfæddan.
Ólafur fór vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum og systkinum árið 1876. Þaðan til Winnipeg árið 1880 og þremur árum síðar flutti fjölskyldan til N. Dakota og settist að í Víkurbyggð. Ólafur og Rósa fluttu til Alberta aldamótaárið og bjuggu næstu tíu árin í Red Deer og Markerville. Þaðan fluttu þau árið 1910 í Vatnabyggð í Saskatchewan og settust að í Wynyardbyggð. Rósa fór vestur með móður sinni, Sigríði Árnadóttur árið 1882. Þær fóru suður í Garðarbyggð í N. Dakota þar sem mágkona Sigríðar, Rósa Kristjánsdóttir bjó með sinum manni Jóni Þórðarsyni. Þar giftist Sigríður Ásgeiri Guðnasyni sem vestur fór árið 1883.
