ID: 13678
Fæðingarár : 1891
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1947
Ólafur Ágúst Jónasson fæddist í M. Múlasýslu 25. ágúst, 1891. Dáinn í Tacoma, Washington 30. október, 1947. O. A. Svindal vestra.
Maki: Florence Eva Boilais f. 27. október, 1896 í N. Dakota, d. 13. febrúar, 1927.
Börn: 1. Eunice Sigrid f. 1. apríl, 1917 2. Dorothy Cecile f. 7. október, 1919.
Ólafur fór vestur árið 1893 með foreldrum sínum, Jónasi Jónssyni og Sigríði Jónsdóttur sem settust að í Lincoln sýslu í Minnesota. Hann vann við járnbrautir í S. Dakota en seinna eftir lát konu sinnar flutti hann með dæturnar til Minneapolis.
