Ólafur Kristján Ólafsson fæddist 10. maí, 1877 í Snæfellsnessýslu. Dáinn 15. ágúst, 1966 í Ooltewah í Hamilton sýslu í Tennessee. Christian Oliver vestra.
Maki: Katherine Hilpi af þýskum ættum.
Börn: 1. Marie f. 1903 2. Dorothy f. 1905 3. Loyal C. f. 22. október, 1906 4. Vivian (Vernon) f. 1909 5. Theodore f. 1910, d. 22. desember, 2001 í Tennessee.
Ólafur var sonur Ólafs Ólafssonar og Þuríðar Guðmundsdóttur í Snæfellsnessýslu sem bæði voru látin fyrir 1891. Ólafur og fjögur systkini hans fluttu vestur um haf fyrir aldamót. Sennilega fór Ólafur fyrst til Winnipeg þar sem hann var einhvern tíma áður en hann flutti suður til Duluth í Minnesota. Þaðan lá leið hans vestur að Kyrrahafi, líklega samferða Hirti bróður sínum en báðir búa í Tacoma í Washington árið 1910. Ólafur fór fljótlega aftur til Duluth og býr þar 1920 en árið 1928 er hann í Milwaukee í Wisconsin og Chicago í Illinois tveimur árum síðar. Áfram urðu breytingar á búsetu hans því um 1932 er hann í Barrien Springs í Michigan. Þessir stöðugu flutningar úr einu ríki til annars voru vegna vinnu hans við ljósmyndun en hann mun hafa myndað í 14 ríkjum Bandaríkjanna áður en hann settist í helgan stein í Tennessee.
