Ólafur Magnússon

ID: 20148
Fæðingarár : 1865
Dánarár : 1958

Sigþrúður Björnsdóttir og Ólafur Magnússon sitja. Fyrir aftan eru barnabörnin: Bill, Tom, Rúna, Claude, Rae, Lloyd, Thelma og Allan. Leo var fjarverandi. Mynd VÍÆ V

Ólafur Halldór Magnússon fæddist í N. Múlasýslu árið 1865. Dáinn í apríl, 1958 í Lundar.

Maki: Sigþrúður Björnsdóttir f. 1866 í N. Múlasýslu, d. í ágúst. 1964.

Börn: 1. Guðrún f. 1891 2. Sigrún Sólveig. Guðrún giftist Ralph Davis og bjó í Winnipeg, Sigrún bjó í Chicago.

Þau fluttu til Kanada árið 1905 og settust að í Mary Hill í Manitoba.  Tveimur árum seinna fluttu þau norður í Silver Bay og námu þar land. Bjuggu þar til ársins 1939, fóru þá til Lundar og bjuggu þar eftir það.