ID: 17159
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1893

Ólafur Ólafsson Mynd VÍÆ I
Ólafur Ólafsson fæddist í Fagraskógi í Fljótsbyggð 22. oktober, 1893.
Maki: Sigríður Sigurgeirsdóttir f. 28. janúar, 1896.
Börn: 1. Margrét Ólöf f. 20. júní, 1917 2. Haraldur Sigmar f. 15. Júní, 1918 3. Grace Elenore f. 26. ágúst, 1920.
Ólafur var sonur Ólafs Oddssonar og Kristbjargar Antoníusdóttur, sem vestur fóru árið 1879 og settust að í Manitoba. Sigríður var dóttir Sigurgeirs Einarssonar og konu hans Guðbjargar Björnsdóttur. Sigurgeir flutti vestur með föður sínum, Einari og stjúpmóður, Ólafíu Handóttur árið 1878. Þau fóru til Nýja Íslands. Sigurgeir flutti þaðan til Winnipeg þar sem hann bjó nokkur ár. Flutti í Breiðuvík í Hnausabyggð þar sem faðir hans var kominn. Þeir bjuggu á Mýrum.
