ID: 3401
Fæðingarár : 1866
Fæðingarstaður : Mýrasýsla
Ólafur Sigurðsson fæddist árið 1866 í Mýrasýslu.
Maki: 1) 1886 Salbjörg Friðfinnsdóttir f. 1844, d. á Betel á Gimli 14. júní, 1934, þau skildu. 2) Jóhanna ?? f. 1854 á Íslandi.
Börn: Engin með Salbjörgu. Með Jóhönnu 1. Kristín f. 1892 2. Petrína f. 1896 3. Sigrún (Runa) f. 1901 4. Einar f. 1902.
Ólafur fór vestur árið 1886 til Nýja Íslands. Hann kvæntist Salbjörgu á Gimli sama ár en hún fór vestur árið 1883 og settust þau að í Geysirbyggð. Þar skildu leiðir eftir fáein ár, Ólafur kvæntist aftur og settist að í Roseau sýslu í Minnesota fyrir 1901. Þar nam hann land í Pohlitz hreppi og var skráður bóndi þar árið 1905.
