ID: 19005
Fæðingarár : 1869
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Ólafur Sigurðsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1869.
Maki: Ólafía Ívarsdóttir f. árið 1875 í Gullbringusýslu.
Börn: 1. Sigríður f. 1895 2. Ólöf f. 1896 3. Sigurður 4. Páll 5. Margrét 6. Kjartan.
Þau fóru vestur til Winnipeg í Manitoba um aldamótin 1900, sennilega eftir 1901 því þau eru skráð í Reykjavík í manntali 1901. Heimild vestra segir þau hafa komið til Kanada í ágúst, árið 1902. Þau voru í Winnipeg en fluttu svo í Lundarbyggð árið 1903 og bjuggu þar. Ólafur lærði skósmíði á Íslandi og kann að hafa tekið upp þá iðju í byggðinni. Ólöf var dóttir Ívars Jónatanssonar og konu hans Önnu Bjarnadóttur.
