
Olga Jóhanna Mynd VÍÆ III
Olga Jóhanna Gunnlaugsson fæddist í Wynyard, Saskatchewan 3. október, 1920. Albone í hjónabandi.
Maki: 12. október, 1940 Bertram Darrel Albone f. í Englandi 1920.
Börn: 1. Carole Kristín f. í Winnipeg26. nóvember, 1947.
Olga var dóttir Olgeirs Gunnlaugssonar og Kristínar Friðbjarnardóttur, landnema í Vatnabyggð í Saskatchewan. Hún lauk grunnskólanámi, fór svo í verslunarskóla og útskrifaðist 1939. Var ritari hjá Canadian Timber Board í Winnipeg 1940-42. Flutti til Bandaríkjanna og vann í Washington D.C. 1943-46. Þaðan lá leið hennar til Wilmington, Delaware, þar sem hún vann og bjó eftir það. Bertram var barn þegar hann kom til Kanada. Hann var í kanadíska hernum 1940-1945 og eftir það verkstjóri hjá Duponts í Wilmington.
